Hafnaði afsögn forsætisráðherrans

Sergio Mattarella, forseti Ítalíu,
Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, AFP

Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, neitaði að samþykkja afsögn Mario Draghi forsætisráðherra rétt í þessu.

Matterella bauð Draghi að koma fram fyrir þingið í næstu viku til þess að sjá hvort ríkisstjórnin hefði enn nægan stuðning. 

Draghi tilkynnti afsögn sína fyrr í dag eftir að eftir að þingmenn Fimm stjörnu hreyfingarinnar (M5S) sátu hjá í at­kvæðagreiðslu van­traust­stil­lögu á hend­ur rík­is­stjórn Drag­his.  

Taldi Draghi þá að traustið sem ríkisstjórnin hefði væri horfið. 

Ástandið er tilkomið vegna þess að Giuseppe Conte, leiðtogi M5S, neitaði að styðja tillögur Draghis um efnahagsaðstoð til bágstaddra fjölskyldna og fyrirtækja. Sagði Conte að Draghi gerði ekki nóg til að stemma stigu við hækkandi verðlag í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert