Hitabylgjan nái hámarki í dag

Drengur kæliir sig niður í gosbrunni í borginni Toulouse í …
Drengur kæliir sig niður í gosbrunni í borginni Toulouse í suðurhluta Frakklands. AFP/Valentine Chapuis

Bú­ist er við því að hita­bylgj­an sem hef­ur gengið yfir suðvest­ur­hluta Evr­ópu að und­an­förnu nái há­marki á Spáni í dag.

„Í dag bú­umst við við heit­asta deg­in­um í þess­ari hita­bylgju,“ sagði spænska veður­stof­an.

Spáð er 40 stiga hita í döl­un­um í kring­um þrjár stór­ar ár, Gua­di­ana, Gua­dalqui­v­ir og Tag­us.

Hit­inn fór í 45,6 stig

Í gær var varað við mikl­um hita, sér­stak­lega í héraðinu Andal­ús­íu í suðri, Extremadura í suðvestri og Galicia í norðvestri. Fólk var hvatt til að drekka nóg af vatni, vera létt­klætt og halda sig í skugga eða þar sem loft­kæl­ing er til staðar.

Hit­inn fór upp í 45,6 stig í borg­inni Almonte í Andal­ús­íu í gær.

Þyrstur verkamaður í Frakklandi.
Þyrst­ur verkamaður í Frakklandi. AFP/​Valent­ine Chapu­is

Í vest­ur­hluta Spán­ar, skammt frá land­mær­un­um við Portúgal hafa mikl­ir skógar­eld­ar geisað og hafa þeir að minnsta kosti náð yfir 3.500 hekt­ara svæði.

Nýtt met í Bretlandi?

Bú­ist er við því að hita­stigið á Spáni lækki und­ir lok vik­unn­ar en að hita­bylgj­an haldi áfram í gegn­um Frakk­land og Bret­land.

Stjórn­völd í London hafa gefið út næst­hæsta viðvör­un­arstigið vegna hit­ans. Talið er mögu­legt að hita­met verði slegið í Bretlandi á næst­unni. Það hæsta til þessa mæld­ist í Cambridge 25. júlí 2019, 38,7 stig.

Fransk­ar veður­stof­ur hafa einnig varað við um­tals­verðum hita frá sunnu­degi til þriðju­dags og að hit­inn geti á þess­um tíma farið upp í 40 gráður.

Skógar­eld­ar hafa einnig geisað í suðvest­ur­hluta Frakk­lands og náð yfir 3.700 hekt­ara svæði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert