Tólf látnir eftir árás Rússa á Vinnytsia

Rússneskir hermenn í borginni Maríupol í Úkraínu.
Rússneskir hermenn í borginni Maríupol í Úkraínu. AFP/Olga Matseva

Að minnsta kosti 12 eru látnir, þar á meðal eitt barn, eftir að Rússar gerðu árás á borgina Vinnytsia í miðri Úkraínu.

Að sögn úkraínskra viðbragðsaðila eru „12 látnir, þar á meðal eitt barn, og 25 særðir“ eftir árásina.

Fram kemur að 90 viðbragðsaðilar séu á staðnum til að reyna að slökkva elda.

Volodimir Selenskí.
Volodimir Selenskí. AFP/Sergei Supinskí

Segir árásina hryðjuverk

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur lýst árásinni sem hryðjuverki. „Á hverjum degi drepa Rússar almenna borgara, úkraínsk börn og gera eldflaugaárásir á byggingar með almennum borgurum þar sem ekkert hernaðarlegt skotmark er til staðar. Hvað er þetta annað en hryðjuverk?“ spurði Selenskí í yfirlýsingu á samfélagsmiðli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert