Tólf látnir eftir árás Rússa á Vinnytsia

Rússneskir hermenn í borginni Maríupol í Úkraínu.
Rússneskir hermenn í borginni Maríupol í Úkraínu. AFP/Olga Matseva

Að minnsta kosti 12 eru látn­ir, þar á meðal eitt barn, eft­ir að Rúss­ar gerðu árás á borg­ina Vinnytsia í miðri Úkraínu.

Að sögn úkraínskra viðbragðsaðila eru „12 látn­ir, þar á meðal eitt barn, og 25 særðir“ eft­ir árás­ina.

Fram kem­ur að 90 viðbragðsaðilar séu á staðnum til að reyna að slökkva elda.

Volodimir Selenskí.
Volodimir Selenskí. AFP/​Ser­gei Sup­in­skí

Seg­ir árás­ina hryðju­verk

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, hef­ur lýst árás­inni sem hryðju­verki. „Á hverj­um degi drepa Rúss­ar al­menna borg­ara, úkraínsk börn og gera eld­flauga­árás­ir á bygg­ing­ar með al­menn­um borg­ur­um þar sem ekk­ert hernaðarlegt skot­mark er til staðar. Hvað er þetta annað en hryðju­verk?“ spurði Selenskí í yf­ir­lýs­ingu á sam­fé­lags­miðli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert