Tveir látnir eftir þyrluslys

Þyrla við slökkvistörf í Grikklandi í lok júní.
Þyrla við slökkvistörf í Grikklandi í lok júní. AFP/Louisa Louliamaki

Tveir létust eftir að þyrla sem var notuð við slökkvistörf í Grikklandi hrapaði í sjóinn með fjóra um borð.

Mennirnir tveir eru frá Rúmeníu og Moldóvu. Þeir höfðu fundist meðvitundarlausir í sjónum undan ströndum eyjarinnar Samos og voru fluttir á sjúkrahús í gærkvöldi.

Aðrir úr áhöfninni, rúmenskur flugmaður og grískur samstarfsmaður hans, björguðust, að sögn viðbragðsaðila.

Slysið varð þegar þyrlan var að sækja vatn úr sjónum til að berjast við eld sem braust út í gærkvöldi skammt frá þorpinu Paleochori.

Eldsvoðinn hélt áfram í morgun vegna mikils vinds á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert