Eiturlyfjakóngur sem hefur verið á meðal tíu mest eftirlýstu glæpamönnum bandarísku alríkislögreglunnar FBI hefur verið handtekinn í Mexíkó.
Quintero var fangaður af sjóhernum í norðurhluta Chihuahua.
FBI hét tuttugu milljóna dala þóknun fyrir handtöku Quintero og lýsti honum sem „sérstaklega hættulegum“.
Rafael Caro Quintero er ásakaður um að hafa árið 1985 fyrirskipað mannrán, pyntingar og morð á Enrique „Kiki“ Camarena, sérstökum fulltrúa bandarísku eiturlyfjalögreglunnar DEA.
Hann er einnig sakaður um að hafa verið einn af stofnendum Guadalajara-eiturlyfjagengisins og fyrir að stjórna hluta af Sinola-genginu.
Quintero var handtekinn árið 1985 og var dæmdur til 40 ára fangelsisvistar.
Árið 2013 var honum þó sleppt úr fangelsi vegna tæknilegra mistaka í lagaflutningi. Hæstiréttur í Mexíkó sneri ákvörðuninni en þá var Quintero þegar farinn í felur.