Eiturlyfjakóngurinn Quintero handtekinn

Rafael Caro Quintero árið 2005.
Rafael Caro Quintero árið 2005. AFP/Alríkislögregla Mexíkó

Eit­ur­lyfjakóng­ur sem hef­ur verið á meðal tíu mest eft­ir­lýstu glæpa­mönn­um banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar FBI hef­ur verið hand­tek­inn í Mexí­kó.

Quin­tero var fangaður af sjó­hern­um í norður­hluta Chi­hua­hua.

FBI hét tutt­ugu millj­óna dala þókn­un fyr­ir hand­töku Quin­tero og lýsti hon­um sem „sér­stak­lega hættu­leg­um“.

Lét ræna, pynta og myrða full­trúa DEA

Rafa­el Caro Quin­tero er ásakaður um að hafa árið 1985 fyr­ir­skipað mann­rán, pynt­ing­ar og morð á Enrique „Kiki“ Camar­ena, sér­stök­um full­trúa banda­rísku eit­ur­lyfja­lög­regl­unn­ar DEA.

Hann er einnig sakaður um að hafa verið einn af stofn­end­um Gua­dalajara-eit­ur­lyfja­geng­is­ins og fyr­ir að stjórna hluta af Sin­ola-geng­inu.

Quin­tero var hand­tek­inn árið 1985 og var dæmd­ur til 40 ára fang­elsis­vist­ar.

Árið 2013 var hon­um þó sleppt úr fang­elsi vegna tækni­legra mistaka í laga­flutn­ingi. Hæstirétt­ur í Mexí­kó sneri ákvörðun­inni en þá var Quin­tero þegar far­inn í fel­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka