Fundur flughersins var skotmark Rússa

00:00
00:00

Rúss­ar segj­ast ekki hafa ætlað að ráðast á al­menna borg­ara í úkraínsku borg­inni Vinnytsia í gær held­ur fund úkraínska flug­hers­ins og full­trúa vest­rænna birgja. 23 fór­ust í árás­inni, að sögn Úkraínu­manna, þar á meðal þrjú börn.

„Þegar loft­árás­in var gerð var hald­inn fund­ur úkraínska flug­hers­ins með full­trú­um er­lendra vopna­birgja," sagði rúss­neska varn­ar­málaráðuneytið.

„Þeim sem tóku þátt í fund­in­um var tor­tímt í loft­árás­inni."

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, lýsti árás­inni sem hryðju­verki í gær. Í ávarpi sínu sagði hann að Rússlandi eigi að vera skil­greint sem hryðju­verka­ríki. 

Lögregluþjónar standa við ónýta bíla eftir loftárás Rússa á Vinnytsia …
Lög­regluþjón­ar standa við ónýta bíla eft­ir loft­árás Rússa á Vinnytsia í gær. AFP/​Ser­gei Sup­in­sky
Þessi bygging skemmdist illa í loftárásinni.
Þessi bygg­ing skemmd­ist illa í loft­árás­inni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka