Hendur Bidens „ataðar í blóði“

Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggis, blaðamanns sem var myrtur árið 2018, segir Biden Bandaríkjaforseta hafa sent krónprinsi Sádi Arabíu skýr skilaboð í heimsókn sinni til landsins. 

Hún segir hendur Bidens ataðar í blóði fórnarlamba Sádi-Arabíu sem muni verða fleiri, eftir að Biden klessti hnefa Mohammad Bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, í opinberri heimsókn forsetans þangað í dag.

Hvíta húsið hefur gefið þær skýringar að Biden hafi klesst hnefa prinsins og forsætisráðherra Ísraels á miðvikudag til þess að forðast Covid-smit. 

Sagðist myndu bregðast við

Á Twitter ímyndar hún sér að Khashoggi myndi bregðast við með þessum orðum:

„Er það svona sem þú ætlar að bregðast við morðinu á mér? Hendur þínar eru ataðar í blóði næsta fórnarlambs Mohammad Bin Salman,“ skrifar hún en Biden hefur áður sagst ætla að bregðast við morðinu á Khashoggi.

Biden hefur þá sagst hafa rætt um Khashoggi við Salman á fundi þeirra í dag. 

Khashoggi, sem var gagn­rýn­inn á stjórn­völd í Sádi-Ar­ab­íu, hvarf 2. októ­ber árið 2018, eft­ir að hafa heim­sótt ræðismanns­skrif­stofu sína í Ist­an­búl í Tyrklandi.

Krón­prins Sádi-Ar­ab­íu, Mohammed bin Salm­an, tók fulla ábyrgð á morðinu í sjón­varps­viðtali en þver­tók fyr­ir að hafa fyr­ir­skipað morðið. 

Biden klessti hnefa krónprinsins í dag.
Biden klessti hnefa krónprinsins í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert