Þing Srí Lanka ætlar að kjósa um nýjan forseta á miðvikudaginn í næstu viku. Forseti þingsins greindi frá þessu eftir að Gotabaya Rajapaska sagði af sér embætti.
Tekið verður við tilnefningum í embætti forseta á þriðjudaginn og munu þingmenn greiða atkvæði um nýjan forseta daginn eftir.
Greint var frá því á þriðjudaginn að Rajapaska hafi flúið heimaland sitt, en mikil átök hafa verið í landinu síðastliðna mánuði.
Forsætisráðherra Sri Lanka, Ranil Wickremesinghe, sór embættiseið í morgun sem starfandi forseti landsins þangað til nýr forseti tekur við.