Nýr forseti kjörinn á miðvikudag

Mahinda Yapa Abeywardena, forseti þings Sri Lanka.
Mahinda Yapa Abeywardena, forseti þings Sri Lanka. AFP/Arun Sankar

Þing Srí Lanka ætl­ar að kjósa um nýj­an for­seta á miðviku­dag­inn í næstu viku. For­seti þings­ins  greindi frá þessu eft­ir að Gota­baya Rajapaska sagði af sér embætti.

Tekið verður við til­nefn­ing­um í embætti for­seta á þriðju­dag­inn og munu þing­menn greiða at­kvæði um nýj­an for­seta dag­inn eft­ir.

Greint var frá því á þriðju­dag­inn að Rajapaska hafi flúið heima­land sitt, en mik­il átök hafa verið í land­inu síðastliðna mánuði.

For­sæt­is­ráðherra Sri Lanka, Ranil Wickremes­ing­he, sór embættiseið í morg­un sem starf­andi for­seti lands­ins þangað til nýr for­seti tek­ur við. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert