Nýr forseti kjörinn á miðvikudag

Mahinda Yapa Abeywardena, forseti þings Sri Lanka.
Mahinda Yapa Abeywardena, forseti þings Sri Lanka. AFP/Arun Sankar

Þing Srí Lanka ætlar að kjósa um nýjan forseta á miðvikudaginn í næstu viku. Forseti þingsins  greindi frá þessu eftir að Gotabaya Rajapaska sagði af sér embætti.

Tekið verður við tilnefningum í embætti forseta á þriðjudaginn og munu þingmenn greiða atkvæði um nýjan forseta daginn eftir.

Greint var frá því á þriðju­dag­inn að Rajapaska hafi flúið heima­land sitt, en mik­il átök hafa verið í land­inu síðastliðna mánuði.

Forsætisráðherra Sri Lanka, Ranil Wickremesinghe, sór embættiseið í morgun sem starfandi forseti landsins þangað til nýr forseti tekur við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert