Rússneskt gull í næstu refsiaðgerðum

Maros Sefcovic.
Maros Sefcovic. AFP/John THys

Evr­ópu­sam­bandið ætl­ar að beina sjón­um sín­um að gullút­flutn­ingi Rússa í næstu refsiaðgerðum sín­um og ætl­ar að reyna að „loka út­göngu­leiðum" fyr­ir þá sem hafa sniðgengið fyrri refsiaðgerðir.

Þetta sagði Marcos Sefcovic, vara­for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópuþings­ins.

ESB hef­ur hingað til samþykkt sex refsiaðgerðapakka gegn Rúss­um vegna inn­rás­ar þeirra í Úkraínu. Sá síðasti var samþykkt­ur í júní þar sem bann var lagt við megn­inu af inn­fluttri rúss­neskri olíu.

Sefcovic sagði gull vera mik­il­væga út­flutn­ings­vöru fyr­ir Rússa. Þess vegna sé ESB að und­ir­búa slík­ar refsiaðgerðir.

„Um leið og við náum sam­komu­lagi við aðild­ar­rík­in mun­um við setja aðgerðirn­ar af stað," sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka