Rússneskt gull í næstu refsiaðgerðum

Maros Sefcovic.
Maros Sefcovic. AFP/John THys

Evrópusambandið ætlar að beina sjónum sínum að gullútflutningi Rússa í næstu refsiaðgerðum sínum og ætlar að reyna að „loka útgönguleiðum" fyrir þá sem hafa sniðgengið fyrri refsiaðgerðir.

Þetta sagði Marcos Sefcovic, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópuþingsins.

ESB hefur hingað til samþykkt sex refsiaðgerðapakka gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Sá síðasti var samþykktur í júní þar sem bann var lagt við megninu af innfluttri rússneskri olíu.

Sefcovic sagði gull vera mikilvæga útflutningsvöru fyrir Rússa. Þess vegna sé ESB að undirbúa slíkar refsiaðgerðir.

„Um leið og við náum samkomulagi við aðildarríkin munum við setja aðgerðirnar af stað," sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert