Vilja kannabis frekar en tóbak

Í fyrsta skipti eru þeir fleiri sem styðja neyslu kannabiss …
Í fyrsta skipti eru þeir fleiri sem styðja neyslu kannabiss en tóbaksneyslu AFP/Fred Tanneau

Regluleg kannabisneysla er frekar samþykkt af almenningi í Ástralíu heldur en reykingar á tóbaki. Dagblaðið Guardian segir frá könnun sem gerð var í landinu.

Segir í umfjöllun blaðsins að heilbrigðisráðuneyti Ástralíu hafi gefið út gögn frá árinu 2019 þar sem tuttugu þúsund manns 14 ára og eldri svöruðu spurningum um viðhorf sitt til fíkniefna.

Í fyrsta skipti eru þeir fleiri sem styðja neyslu kannabiss en tóbaksneyslu. 20% þeirra sem svöruðu könnunni sögðust styðja reglulega neyslu kannabiss en 15% á tóbaki.

70% vilja takmarka notkun á rafrettum

Á sama tíma eykst stuðningur við það að refsa þeim sem gefa börnum sígarettur eða rafsígarettur.

Um 85% Ástrala styðja herta löggjöf gegn því að gefa börnum tóbak, en 70% sögðust vilja að notkun á rafrettum væri takmörkuð á almannafæri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert