Vilja kannabis frekar en tóbak

Í fyrsta skipti eru þeir fleiri sem styðja neyslu kannabiss …
Í fyrsta skipti eru þeir fleiri sem styðja neyslu kannabiss en tóbaksneyslu AFP/Fred Tanneau

Reglu­leg kanna­bisneysla er frek­ar samþykkt af al­menn­ingi í Ástr­al­íu held­ur en reyk­ing­ar á tób­aki. Dag­blaðið Guar­di­an seg­ir frá könn­un sem gerð var í land­inu.

Seg­ir í um­fjöll­un blaðsins að heil­brigðisráðuneyti Ástr­al­íu hafi gefið út gögn frá ár­inu 2019 þar sem tutt­ugu þúsund manns 14 ára og eldri svöruðu spurn­ing­um um viðhorf sitt til fíkni­efna.

Í fyrsta skipti eru þeir fleiri sem styðja neyslu kanna­biss en tób­aksneyslu. 20% þeirra sem svöruðu könn­unni sögðust styðja reglu­lega neyslu kanna­biss en 15% á tób­aki.

70% vilja tak­marka notk­un á rafrett­um

Á sama tíma eykst stuðning­ur við það að refsa þeim sem gefa börn­um síga­rett­ur eða rafsíga­rett­ur.

Um 85% Ástr­ala styðja herta lög­gjöf gegn því að gefa börn­um tób­ak, en 70% sögðust vilja að notk­un á rafrett­um væri tak­mörkuð á al­manna­færi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka