Flugvöllurinn rýmdur vegna gruns um sprengju

Fólk var beðið um að yfirgefa flugvöllinn.
Fólk var beðið um að yfirgefa flugvöllinn. AFP

Flugvöllurinn í San Francisco-borg í Bandaríkjunum var rýmdur í gær eftir að grunur vaknaði um að sprengja væri á flugvellinum. 

Var öllum farþegum gert að yfirgefa flugvöllinn áður en að lögregla hóf rannsókn. Í tilkynningu lögreglu á svæðinu kom fram að þeim hafði borist hótun um að maður ætlaði sér að sprengja flugvöllinn. Stuttu seinna fann lögregla tösku á flugvellinum sem að þeirra mati var heldur grunsamleg.

Sprengjusveit lögreglunnar var þá kölluð til og flugferðum til og frá vellinum frestað.

Flugvöllurinn var opnaður aftur fyrir farþega snemma í morgun. Flugvöllurinn er fjölfarinn en um það bil þrjár milljónir fara þar í gegn á hverju ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert