Fraktflutningavél brotlenti í Grikklandi

Skjáskot úr upptöku sjónarvottar.
Skjáskot úr upptöku sjónarvottar.

Fraktflutningavél brotlenti fyrir skömmu í norðurhluta Grikklands, nærri bænum Paleochori Kavalas.

Þetta herma fjölmiðlar þar í landi og segja fjölmennt slökkvilið á leið á vettvang.

Vélin mun hafa verið á ferð frá Serbíu til Jórdaníu og er sögð hafa beðið um leyfi til nauðlendingar á flugvellinum í Kavala, en náði ekki þangað.

Ríkisfréttastofan ERT segir að um hafi verið að ræða úkraínska flugvél af gerðinni Antonov 12.

Myndskeið sem birst hafa á samfélagsmiðlum gefa til kynna að kviknað hafi í vélinni áður en hún skall til jarðar.

Sjónarvottar segjast sömuleiðis hafa heyrt sprengingar.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka