Geyma vopn í kjarnorkuveri

Rússneskir hermenn.
Rússneskir hermenn. AFP

Kjarn­orku­mála­stofn­un Úkraínu (Energoatom) sak­ar Rússa um að geyma vopn í stærsta kjarn­orku­veri Evr­ópu í borg­inni Sa­porisjía í suðaust­ur­hluta Úkraínu. 

Petro Kot­in, for­seti Energoatom, sagðist hafa ákaf­lega mikl­ar áhyggj­ur af ástand­inu í kjarn­orku­ver­inu. Um 500 rúss­nesk­ir her­menn hafa eft­ir­lit með því. 

Kjarn­orku­verið hef­ur verið und­ir yf­ir­ráðum Rússa nán­ast frá því að inn­rás Rússa í Úkraínu hófst í lok fe­brú­ar. Úkraínsk­ir starfs­menn starfa þar þó ennþá. 

„Rúss­arn­ir koma með vél­ar­búnað sinn þangað, þar á meðal eld­flauga­kerfi,“ sagði Kot­in í viðtali við úkraínsk­an fjöl­miðil í gær og bætti við að eld­flaug­arn­ar hafa nú þegar verið notaðar til að sprengja upp svæði nærri kjarn­orku­ver­inu. 

Í dag sprungu eld­flaug­ar í ná­granna­borg­inni Níkópol, þar sem að minnsta kosti tveir lét­ust. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert