Geyma vopn í kjarnorkuveri

Rússneskir hermenn.
Rússneskir hermenn. AFP

Kjarnorkumálastofnun Úkraínu (Energoatom) sakar Rússa um að geyma vopn í stærsta kjarnorkuveri Evrópu í borginni Saporisjía í suðausturhluta Úkraínu. 

Petro Kotin, forseti Energoatom, sagðist hafa ákaflega miklar áhyggjur af ástandinu í kjarnorkuverinu. Um 500 rússneskir hermenn hafa eftirlit með því. 

Kjarnorkuverið hefur verið undir yfirráðum Rússa nánast frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst í lok febrúar. Úkraínskir starfsmenn starfa þar þó ennþá. 

„Rússarnir koma með vélarbúnað sinn þangað, þar á meðal eldflaugakerfi,“ sagði Kotin í viðtali við úkraínskan fjölmiðil í gær og bætti við að eldflaugarnar hafa nú þegar verið notaðar til að sprengja upp svæði nærri kjarnorkuverinu. 

Í dag sprungu eldflaugar í nágrannaborginni Níkópol, þar sem að minnsta kosti tveir létust. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert