Hart barist gegn skógareldum víðs vegar um Evrópu

Sjötti dagur hitabylgju gekk í garð í dag í suðvesturhluta Evrópu en með hitabylgjunni fylgdi fjöldinn allur af skógareldum í Evrópu. Búist er við að hitamet verði slegin víðs vegar um álfuna í næstu viku.

Hart er barist gegn eldum í Frakklandi, Portúgal, Spáni og Grikklandi en þúsundum hektara af landsvæði hafa verið umturnað í auðn á síðustu dögum.

Þá hafa þó nokkrir slökkviliðsmenn látið lífið í baráttunni gegn eldunum.

Einn skógareldurinn nálægt bænum Arachon í suð-vestur Frakklandi hefur eyðilagt um níu þúsund hektara á fjórum dögum. Slökkviliðsmenn á svæðinu reyna enn að vinna bug á eldinum. Hiti á svæðinu er á bilinu 35 til 40 gráður. 

Slökkviliðsmenn berjast við eld á norðurhluta Spánar.
Slökkviliðsmenn berjast við eld á norðurhluta Spánar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert