Lundúnabúar beðnir um að ferðast ekki

Fólk að kæla sig á Trafalgar torgi.
Fólk að kæla sig á Trafalgar torgi. AFP

Breska veðurstofan hvetur fólk í Lundúnum til þess að ferðast einungis ef nauðsyn krefur á mánudag og þriðjudag vegna hita. Þá verður sumum skólum lokað vegna rauðrar veðurviðvörunarinnar.

The Guardian greinir frá því að 80% líkur eru á að hitamet verði slegið en það var síðast sett í Cambridge árið 2019 er 38,7 stig mældust. 

Sumum lestum verður lokað í Englandi í byrjun næstu viku þar sem að mikill hiti getur haft áhrif á lestarteina og annan tækjabúnað og eru ferðalangar því beðnir um að ferðast einungis í brýnni nauðsyn.

„Það er einnig nauðsynlegt að fólk hafi með sér drykkjarvatn allt sem það fer,“ segir í tilkynningu.

BBC greinir frá því að sumum skólum verði lokað og ónauðsynlegum læknisheimsóknum frestað á meðan veðurviðvörunin sé í gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert