Munu ekki yfirgefa Mið-Austurlönd

Joe Biden Bandaríkjaforseti á fundinum í dag.
Joe Biden Bandaríkjaforseti á fundinum í dag. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði leiðtogum Mið-Austurlanda að yfirvöld í Bandaríkjunum myndu áfram taka þátt í málefnum svæðisins og því ekki afsala völdum sínum til annarra heimsvelda. 

Biden er nú staddur á fundi í hafnarborginni Jeddah í Sádi Arabíu ásamt leiðtogum á svæðinu. Meðal þess sem er rætt á fundinum er hækkandi olíuverð og áhrif Bandaríkjanna í Mið Austurlöndum. 

„Við munum ekki ganga í burtu og skilja eftir tómarúm sem Kínverjar, Rússar eða Íranar fylla upp í,“ sagði Biden í ávarpi sínu.

„Þeir sem sigra framtíðina eru þeir sem leyfa íbúum sínum að blómstra... þar sem borgarar hafa tjáningarfrelsi og geta gagnrýnt leiðtoga sína án þess að óttast hefndaraðgerðir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert