Rússíbaninn sem ung stúlka lést í á fimmtudag í í tívolíinu Friheden í Árósum í Danmörku verður rifinn.
„Það er enginn vafi á því að við munum rífa niður rússíbanann,“ sagði Hans N. Hansen sem situr í stjórn Friheden.
DR greinir frá því enn sé óvíst hvað olli slysinu á fimmtudag en lögreglan vinnur að rannsókn málsins, bæði með því að ræða við vitni og að skoða tækjabúnaðinn.
Cobra-rússíbaninn er 25 metra hár og 400 metrar að lengd. 14 ára stúlka lést í slysinu og 13 ára strákur slasaðist.
Óvíst er hvenær tívolíið mun opna aftur en Henrik Ragborg Olesen, forstjóri Friheden, sagði að það væri óhugsandi að taka á móti gestum á skemmtanir eftir svo hörmulegt slys.
Árið 2008 varð slys í sama rússíbana í Friheden-tívolíinu. Þá slösuðust fjórir eftir að vagn af rússíbananum losnaði frá hinum og féll niður á jörðina.
Olesen sagði að slysið árið 2008 hafi verið skelfilegt en ekkert miðað við þessar hörmungar.