Lögreglumaður í vaktafríi skaut mann til bana

Lögreglan í Bandaríkjunum er oft vopnuð. Myndin tengist fréttinni ekki.
Lögreglan í Bandaríkjunum er oft vopnuð. Myndin tengist fréttinni ekki. AFP

Lögreglumaður sem var ekki á vakt skaut annan mann til bana í gærkvöldi í borginni Washington í Bandaríkjunum. 

Fréttastofa ABC greinir frá þessu á vefsíðu sinni.

Maðurinn sem var skotinn labbaði inn á Wharf-bryggju í borginni, þar sem er mikið af veitingastöðum og skemmtistöðum, og var vopnaður skammbyssu.

Að sögn lögreglu í borginni miðaði maðurinn byssunni í átt að manneskju fyrir utan veitingastað á bryggjunni.

Þá steig lögreglumaðurinn sem var þar að njóta frísins inn í og skaut manninn til bana. Lögreglustjórinn í Washington lýsti manninum sem lést sem ósvífnum einstaklingi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert