Öll áhöfn fraktflutningavélarinnar sem brotlenti í norðurhluta Grikklands í gærkvöldi létust, alls átta manns.
Varnamálaráðherra Serbíu staðfesti þetta en vélin flaug frá Serbíu.
Um var að ræða úkraínska flugvél af gerðinni Antonov 12 sem var að flytja um ellefu tonn af vopnum ásamt jarðsprengjum til Bangladess.