Raforkuþörf sjö stærstu Bitcoin-námufyrirtækja Bandaríkjanna er sögð jafn mikil og hjá öllum heimilum Houston-borgar til samans. Tæplega sex sinnum fleiri búa í borginni en á Íslandi.
Þetta kemur fram í frétt New York Times, en þetta eru niðurstöður úr rannsókn sem þingflokkur demókrata lét gera.
Niðurstöðurnar sýna fram á hvernig aukin rafmagnsnotkun vegna námugraftar á Bitcoin hefur hækkað rafmagnsreikning neytenda og gert baráttuna gegn hnatthlýnun erfiðari.
Í ljós kemur að fyrirtækin sjö nota allt að 1.045 megavött af rafmagni sem yrði nóg raforka fyrir heimili fjórðu fjölmennustu borg Bandaríkjanna, Houston.
Marathon Digital Holdings, eitt af stærstu rafmynta-námufyrirtækjum Bandaríkjanna, var með um 2000 tölvur í námugrefti á rafmyntum í fyrra. Á næsta ári stendur til að fjöldinn af tölvunum verði tæplega 200.000 þúsund sem er hundraðföld fjölgun á tveimur árum.
Demókratar vilja að þeir sem standa í námugrefti á rafmynt þurfi að gefa upp rafmagnsnotkun sína.