Þyrla brotlenti í nótt nálægt borginni Las Vegas í Bandaríkjunum. Hún var í eigu skrifstofu lögreglustjórans í borginni Albuquerque í New Mexíkó-ríki í Bandaríkjunum. Fjórir farþegar voru um borð þegar slysið átti sér stað.
Fréttastofa ABC greinir frá þessu á vefsíðu sinni.
Þrír lögreglumenn og einn slökkviliðsmaður voru um borð en enginn þeirra lifði af. Þeir höfðu verið að aðstoða við að slökkva eld í bæ nálægt Albuquerque og voru á leiðinni til baka þegar að þyrlan brotlenti.
Orsök slyssins eru enn óljós.
𝐁𝐞𝐫𝐧𝐚𝐥𝐢𝐥𝐥𝐨 𝐂𝐨𝐮𝐧𝐭𝐲 𝐒𝐡𝐞𝐫𝐢𝐟𝐟’𝐬 𝐎𝐟𝐟𝐢𝐜𝐞 𝐂𝐨𝐧𝐟𝐢𝐫𝐦𝐬 𝐅𝐚𝐭𝐚𝐥 𝐇𝐞𝐥𝐢𝐜𝐨𝐩𝐭𝐞𝐫 𝐂𝐫𝐚𝐬𝐡
— BCSO (Sheriff) NM (@BCSONM) July 17, 2022
This evening we learned that one of our aircraft, Metro 2, was involved in a crash near Las Vegas, NM. pic.twitter.com/UyvOpKvU88