18 konur drukknuðu í brúðkaupi

Lögreglan og sjálfboðaliðar leita fólksins.
Lögreglan og sjálfboðaliðar leita fólksins. AFP

Að minnsta kosti 18 konur drukknuðu er bát hvolfdi í Indus-fljótinu í Pakistan í dag. Farþegar bátsins, sem voru um 100 talsins, voru að fagna brúðkaupi.

Enn er fjölda farþega bátsins saknað og er talið að tala látinna kunni að hækka.

Talið er að tala látinni geti hækkað.
Talið er að tala látinni geti hækkað. AFP

Lögreglumaður á svæðinu segir að ástæða þess að svona margar konur hafi drukknað sé vegna þess að þær kunni ekki að synda.

Lögreglumenn og sjálfboðaliðar leita nú fólksins í fljótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert