Veðurspár gera ráð fyrir því að hitamet gæti verið slegið í Bretlandi á morgun en hiti þar í landi gæti náð 42 gráðu. Hæsti hiti sem mælst hefur í Bretlandi er 38,7 gráður en hann mældist í Cambridge árið 2019.
Breska veðurstofan hefur sent út rauða viðvörun vegna ofboðslegs hita í dag og á morgun á stórum hluta Englands, frá Lundúnum, höfuðborg Bretlands, og suðausturhluta landsins til York og Manchester. Útlit er fyrir mestan hita í kringum Lundúna.
Útlit er fyrir að Lundúnir verði á meðal heitustu staða veraldar í dag en þar er spáð hærri hita en í vesturhluta Sahara-eyðimerkur og Karíbahafi.
Kólna á aftur í Bretlandi á miðvikudag.
BBC greinir frá.