Mál mannsins sem drap 17 manns í gamla framhaldsskólanum sínum í borginni Parkland í Flórídaríki í Bandaríkjunum fer fyrir dóm í dag. Annaðhvort hlýtur hann dauðarefsingu eða lífstíðardóm.
Nikolas Cruz var nítján ára þegar þegar hann hleypti skotum af AR-15-riffli í skólanum á Valentínusardag árið 2018. Á meðal látinna voru nemendur og kennarar við skólann. Hefur hann játað sök.
Til þess að Cruz hljóti dauðrefsingu verður það að vera einróma niðurstaða kviðdómsins, annars fær hann óskilorðsbundinn lífstíðardóm.