Hitamet sett í Frakklandi

Ung stúlka hjá gosbrunni í frönsku borginni Brest í dag.
Ung stúlka hjá gosbrunni í frönsku borginni Brest í dag. AFP/Fred Tanneau

Hitamet voru sett í borgum og bæjum víðsvegar um Frakkland í dag en mikil hitabylgja hefur gengið yfir landið.

Veðurstofa Frakka greindi frá þessu.

Hitinn fór í 39,3 stig  borginni Brest í norðvesturhluta landsins. Þar með var fyrra metið, 35,1 stig frá árinu 2002, slegið rækilega.

Í Saint-Brieuc fór hitinn upp í 39,5 stig en fyrra metið var 38,1 stig.

Í borginni Nantes í vesturhluta landsins mældist hitinn 42 stig en fyrra metið, frá árinu 1949, var 40,3 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert