Hitamet sett í Frakklandi

Ung stúlka hjá gosbrunni í frönsku borginni Brest í dag.
Ung stúlka hjá gosbrunni í frönsku borginni Brest í dag. AFP/Fred Tanneau

Hita­met voru sett í borg­um og bæj­um víðsveg­ar um Frakk­land í dag en mik­il hita­bylgja hef­ur gengið yfir landið.

Veður­stofa Frakka greindi frá þessu.

Hit­inn fór í 39,3 stig  borg­inni Brest í norðvest­ur­hluta lands­ins. Þar með var fyrra metið, 35,1 stig frá ár­inu 2002, slegið ræki­lega.

Í Saint-Brieuc fór hit­inn upp í 39,5 stig en fyrra metið var 38,1 stig.

Í borg­inni Nan­tes í vest­ur­hluta lands­ins mæld­ist hit­inn 42 stig en fyrra metið, frá ár­inu 1949, var 40,3 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert