Minnst einn látinn eftir flugslys í Svíþjóð

Tveir voru um borð í vélinni þegar hún brotlenti.
Tveir voru um borð í vélinni þegar hún brotlenti. AFP/Nisse Schmidt

Að minnsta kosti einn er látinn eftir að lítil flugvél brotlenti á stöðuvatninu Siljan í Svíþjóð fyrr í dag. Tveir Þjóðverjar voru um borð í vélinni þegar hún fórst en hinn farþeginn hefur ekki enn komið í leitirnar. 

Tilkynning vegna slyssins barst klukkan korter yfir fjögur að staðartíma og hófst í kjölfarið umfangsmikil leit. Annar farþeginn, karlmaður á sjötugsaldri, fannst látinn skömmu síðar í vatninu.

Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Leitin að hinum sem var um borð mun halda áfram á morgun.

Flugvélin hafði tekið á loft á flugvelli í grennd við vatnið. Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu en lögreglurannsókn er hafin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert