Dómstóll í Moskvu, höfuðborg Rússlands, hefur sektað tæknirisann Google um 21 milljarð rúbla, eða um rúma 49 milljarða króna, fyrir að fjarlægja ekki efni sem tengist innrás Rússa í Úkraínu.
Stofnunin Roskomnadzor, sem hefur eftirlit með fjölmiðlum, greindi frá þessu.
Hún sagði að vefsíðan YouTube, sem er í eigu Google, hafi ekki hindrað birtingu „falskra upplýsinga“ um hernaðinn í Úkraínu, „áróðurs öfga- og hryðjuverkamanna“ og efnis „sem hvetur þá sem eru undir lögaldri til að taka þátt í óleyfilegum mótmælum“.