Úkraínskir viðbragðsaðilar segja að Rússar hafi eyðilagt byggingu og drepið þar sex manns í bænum Toretsk í héraðinu Donetsk í austurhluta Úkraínu.
„Snemma í morgun var gerð stórskotaárás á bæinn Toretsk. Tveggja hæða bygging með fólki þar inni var eyðilögð,“ sagði í yfirlýsinu á samfélagsmiðli.
„Viðbragðsaðilar fundu og sóttu lík fimm manns í heildina. Þremur var bjargað úr rústunum og einn þeirra lést á sjúkrahúsi,“ sagði í yfirlýsingunni.
Um 30 þúsund manns búa í bænum Toretsk, sem er um 50 kílómetrum suður af Kramarotsk, sem er ein síðasta borgin í austurhluta Úkraínu sem er enn undir stjórn Úkraínumanna.
Rússneskar hersveitir reyna hvað þær geta til að ná Donbas-héraði á sitt vald. Stutt er síðan þær náðu stjórn yfir úkraínsku borgunum Lysychansk og Severodonetsk.