Þrettán fangar létust í hópslagsmálum

Öryggissveitir fyrir utan fangelsið í maí.
Öryggissveitir fyrir utan fangelsið í maí. AFP/Rodrigo Buendia

Þrettán fangar létu lífið og tveir særðust í slagsmálum sem brutust út í Bella­vista fang­els­inu í borg­inni Santo Dom­ingo de los Col­orados í Ekvador.

Rúmir tveir mánuðir eru liðnir frá því að 44 fangar létust og um 220 sluppu úr haldi eftir að óeirðir brutust út í sama fangelsi.

Fangelsisyfirvöldum tókst þá að ná aftur stjórn á aðstæðum með aðstoð frá lögreglu og hernum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert