Þúsundir í hættu á að svelta vegna lokana Rússa

Josep Borell, utanríkismálastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Josep Borell, utanríkismálastjóri Sameinuðu þjóðanna. AFP/Atta Kenare

Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandssins, segir að með því að hindra aðgang að höfnum Úkraínu séu Rússar að stöðva kornflutning til tuga þúsunda manna sem eiga á hættu að svelta. Þessu ástandi verði að linna.

„Þetta er spurning um líf og dauða fyrir margar manneskjur. Rússar verða að opna [hafnirnar] aftur og leyfa úkraínsku korni að vera flutt út,“ segir Borell.

Rússneskir og úkraínskir samningamenn munu hitta embættismenn frá Tyrklandi og Sameinuðu þjóðunum í Istanbúl í Tyrklandi á miðvikudaginn til að ræða mögulega sátt sem gæti endað mánaðalanga lokun úkraínsku hafnanna.

Ásamt lokun Rússa á höfnunum hafa Úkraínumenn dreift tundurduflum í kringum þær hafnir sem þeir ráða enn yfir til að verja þær gegn árásum Rússa.

Landbúnaður í Úkraínu er mikilvæg uppspretta korns á heimsmarkaðinum, sérstaklega í Mið-Austurlöndum og Afríku, þar sem matvæli eru á skornum skammti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert