Tvöfalda innflutning á gasi frá Aserbaídsjan

Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjan, ásamt Ursulu von der Layen í …
Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjan, ásamt Ursulu von der Layen í Baku í morgun. AFP

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), segir að stofnunin ætli að tvöfalda innflutning á gasi frá Aserbaídsjan.

ESB hefur leitast við að kaupa gas af öðrum en Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Gasbirgðir hafa verið notaðar sem vopn á milli Rússa og Evrópu frá innrásinni 24. febrúar.

„ESB er að snúa sér að áreiðanlegri orkubirgjum. Ég er stödd í Aserbaídsjan í dag til að undirrita nýtt samkomulag,“ sagði von der Leyen á Twitter.

„Takmark okkar er að tvöfalda innflutning á orku frá Aserbaídsjan til ESB á næstu árum,“ bætti hún við. 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert