17 þingmenn demókrata handteknir

Þingkonan Jackie Speier sést hér á mótmælunum í dag (önnur …
Þingkonan Jackie Speier sést hér á mótmælunum í dag (önnur til hægri). Anna Moneymaker/Getty Images/AFP

Að minnsta kosti 17 þing­menn Demó­krata­flokks­ins voru hand­tekn­ir í mót­mæl­um fyr­ir rétt­ind­um kvenna til þung­un­ar­rofs fyr­ir utan Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna í Washingt­on í dag. Á meðal þeirra hand­teknu eru þing­kon­urn­ar Al­ex­andria Ocasio-Cortez og Ilh­an Omar. 

Fyr­ir tæp­um mánuði snéri Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna við dómn­um Roe gegn Wade sem hafði tryggt kon­um rétt til þung­un­ar­rofs í um 50 ár. Hinn nýi dóm­ur hef­ur verið harðlega gagn­rýnd­ur.

Lög­regl­an greindi frá því á Twitter að mót­mæl­end­ur hefðu truflað um­ferð og fengið þrjár viðvar­an­ir áður en lög­reglu­menn hand­tóku þá. Alls voru 35 mót­mæl­end­ur hand­tekn­ir.

Mótmælin trufluðu umferð.
Mót­mæl­in trufluðu um­ferð. Anna Mo­neyma­ker/​Getty Ima­ges/​AFP

Þing­kon­an Veronica Escob­ar greindi frá því á Twitter að hún væri meðal þeirra hand­teknu.

Þing­kon­an Al­ex­andria Ocasio-Cortez var einnig hand­tek­in en mynd­bandi af hand­töku henn­ar hef­ur verið deilt á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert