Enn hækkar hitinn í Evrópu

Vestur-Evrópa stendur frammi fyrir enn hærri hitatölum í dag en síðustu daga. Hitabylgjan stefnir nú í norður.

Í Frakklandi og Bretlandi hafa verið gefnar út viðvaranir vegna mikils hita. Þá mældist 43 gráðu hiti á Spáni í gær. 

Banvænir gróðureldar geisa nú í Frakklandi, á Portúgal, Spáni og í Grikklandi og hafa þúsundir þurft að flýja heimili sín af þeim sökum. 

Útli er fyrir að hitamet verði slegið á Bretlandi í dag og segja sérfræðingar að í ákveðnum landshlutum Frakklands standi fólk frammi fyrir „hitahamförum“. 

BBC greinir frá. 

42 gráðu hiti á Frakklandi

Tveir létust í skógareldum á Spáni í byrjun viku og truflanir urðu á samgöngum vegna elds í grennd við lestarsporin. Þá lést aldrað par þegar það reyndi að flýja elda í norðurhluta Portúgals. 

Víða í Frakklandi féllu hitamet en í borginni Nantes í vesturhluta landsins mældist 42 gráðu hiti, að sögn veðurfræðinga. 

Fleiri en 30.000 hafa þurft að flýja vegna skógarelda á síðustu dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert