Úkraínska þingið hefur stutt beiðni Volodimírs Selenskís, forseta Úkraínu, um að reka ríkissaksóknara landsins.
„Þingmenn greiddu atkvæði með því að vísa Irínu Venediktókvu frá sem ríkissaksóknara,“ skrifaði þingmaðurinn Davik Arakhamía á samfélagsmiðlum á meðan á þingfundinum stóð.
Tveir aðrir varaþingmenn sögðu á samfélagsmiðlum að þingmenn hefðu einnig greitt atkvæði með því að víkja henni úr embætti.
Selenskí greindi frá því á laugardag að hann hefði tekið þá ákvörðun að leysa Irínu frá störfum. Hann sagði ástæðuna vera fjölda mála þar sem grunur væri um landráð úkraínskra öryggisfulltrúa.