Fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, Rishi Sunak, var enn á ný efstur í atkvæðagreiðslu þingmanna breska Íhaldsflokkins. Atkvæðagreiðslan mun ráða því hver tekur við af Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sem leiðtogi flokksins og verður þar af leiðandi forsætisráðherra.
Einn frambjóðandi er úr leik eftir atkvæðagreiðsluna í dag og standa því þrír eftir í baráttunni.
Sunak fékk 118 atkvæði, fyrrverandi varnarmálaráðherrann Penny Mordaunt fékk 92 atkvæði og utanríkisráðherrann Liz Truss 86 atkvæði.
Kemi Badenoch, fyrrverandi jafnréttismálaráðherra, fékk fæst atkvæði, 59 talsins, og er hún því úr leik.