Nýr forseti kjörinn í stað þess útskúfaða

Ranil Wickremes­ing­he er nýkjörinn forseti Srí Lanka.
Ranil Wickremes­ing­he er nýkjörinn forseti Srí Lanka. AFP

Ranil Wickremes­ing­he, for­sæt­is­ráðherra Srí Lanka, var rétt í þessu kjör­inn for­seti lands­ins. Þing­menn Srí Lanka kusu for­set­ann sem mun, að óbreyttu, sitja út kjör­tíma­bil Gota­baya Rajapaksa, fyrr­ver­andi for­seta, sem var rétt rúm­lega hálfnað þegar hann sagði af sér.

Hann hef­ur setið sem staðgeng­ill for­seta í um viku eða síðan fyrr­ver­andi for­seti lands­ins flúði heimalandið eft­ir mik­il mót­mæli gegn hon­um og stjórn­ar­hátt­um hans sem sagðir eru hafa bætt gráu ofan á svart í slæmu efna­hags­ástandi Srí Lanka. 

Wickremes­ing­he hlaut 134 at­kvæði af 225. Þrír höfðu boðið sig fram en Dullas Ala­happ­eruma fékk næst­flest at­kvæði eða 82. Anura Kumara Diss­anaya­ke bauð sig einnig fram og fékk ein­ung­is þrjú at­kvæði.

Tók af­stöðu gegn mót­mæl­end­um

Hörð afstaða hins ný­kjörna for­seta gegn mót­mæl­end­um hef­ur fallið í kramið hjá þing­mönn­um sem hafa þurft að þola of­beldi af hálfu mót­mæl­enda.

Srí Lanka er nú statt í erfiðustu efna­hagskreppu lands­ins frá upp­hafi. Stjórn­mála­kerfið þar er flókið og þaðan hafa borist frétt­ir af spill­ingu.

Land­inu hef­ur reynst ómögu­legt að fjár­magna nauðsyn­leg­asta inn­flutn­ing síðan seint á síðasta ári og hef­ur rík­is­stjórn­in síðan þá ekki náð að standa skil á greiðslum af er­lend­um skuld­um sem nema tug­um millj­arða banda­ríkja­dala. Óánægja meðal íbúa hef­ur vaxið mánuðum sam­an vegna al­var­legs mat­ar- og ol­íu­skorts, met­verðbólgu og langv­ar­andi raf­magns­leys­is.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert