Starfsfólk sem afgreiðri eldsneyti á Heathrow-flugvelli í London hætti við fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir vegna launa á elleftu stundu í dag.
Um rætt verkfall hefði vafalaust truflað flugferðir frá fimmtudegi til sunnudags á stærsta flugvelli Bretlands. Tilkynningin er sjaldgæf blika af góðum fréttum fyrir farþega sem ferðast um flugvöllinn, en völlurinn einkennist nú þegar af miklum töfum og takmörkunum á farþegafjölda vegna manneklu.
Í yfirlýsingu sagði stéttafélagið Unite að í kjölfar samningaviðræðna sem haldnar voru hjá sáttaþjónustunni ACAS á miðvikudaginn hafi „verulega bætt tilboð verið gert og í kjölfarið hætti Unite við verkfallsaðgerðirnar til að leyfa félagsmönnum sínum að greiða atkvæði um nýja tilboðið“.
Verkfall starfsmanna Aviation Fuel Services hefði haft áhrif á Virgin Atlantic, United, Singapore, KLM, American, Emirates, Air France og Delta flug sem nýta sér þjónustu félagsins.
Stéttarfélagið sagði áður að þessir starfsmenn hefðu ekki fengið launahækkun í þrjú ár og á þessum tíma lækkuðu tekjur þeirra um 15,5 prósent að raungildi.