Engar upplýsingar liggja fyrir um að heilsa Vladimir Pútíns, forseta Rússlands, sé óstöðug eða slæm að sögn William Burns, forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar, CIA.
Alls kyns sögusagnir hafa komist á kreik um að Pútín sé alvarlega veikur og mögulega með krabbamein.
Burns sagði ekkert benda til þess og grínaðist með að hann virtist jafnvel „of heilbrigður“.
„Það eru margar sögusagnir um heilsu Pútíns forseta og eftir því sem við best vitum er hann gjörsamlega of heilbrigður,“ sagði Burns á öryggisráðstefnu í Colorado í Bandaríkjunum.
Burns sagði Pútín sannfærðan um að örlög hann sem leiðtoga Rússlands séu að endurreisa Rússland sem stórveldi. „Hann telur að lykillinn að því að gera það sé að endurskapa áhrifasvæði í nágrannaríkjum Rússlands og hann getur ekki gert það án þess að stjórna Úkraínu."
Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, sagði í gær að hernaðaráhersla Rússa í Úkraínu væri ekki lengur „aðeins“ í austri.