Draghi hefur tilkynnt um afsögn sína

Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu.
Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu. AFP

Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði af sér í dag eftir eitt og hálft ár í starfi í kjölfar þess að þingmenn þriggja flokka stjórnarsamstarfs hans neituðu að taka þátt í atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu á hendur ríkisstjórninni.

Draghi tillkynnti Sergio Mattarella, forseta Ítalíu, formlega um afsögn sína í morgun en nú er það hans hlutverk að leiða landið úr kreppunni.

Talið er líklegt að Mattarella leysi upp þingið og boði til kosninga í september eða október. Draghi gæti gegnt hlutverki yfirmanns ríkisstjórnarinnar þangað til.

Miðað við núverandi skoðanakannanir myndi hægrisinnað bandalag undir forystu Giorgia Meloni úr Fratelli d‘Italia (bræður Ítalíu) vinna kosningarnar.

Drag­hi til­kynnti fyrst um af­sögn sína fyr­ir viku síðan þegar hann missti stuðning fimm-stjörnu hreyf­ing­ar­inn­ar. Mattarella neitaði hins veg­ar að samþykkja af­sögn Dragi og bauð hon­um að koma fyr­ir þingið í þessari viku til þess að sjá hvort rík­is­stjórn­in hefði enn næg­an stuðning.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert