Elsta karlkyns panda heims dáin

An An verður sárt saknað.
An An verður sárt saknað.

Elsta karlkyns panda heims sem haldið hefur verið í dýrag­arði dó í Hong Kong í dag. Pandan, sem var kölluð An An, var aflífuð 35 ára að aldri. Dýragarðurinn sem An An dvaldi í segir að hann hafi verið aflífaður vegna hrakandi heilsu.

BBC greinir frá.

Kínverjar gáfu Hong Kong An An, ásamt pöndunni Jia Jia, árið 1999. Þá var An An 14 ára gamall.

Jia Jia var aflífuð þegar hún var 38 ára.

Að sögn dýragarðsins hafði An An smám saman hætt að borða og að lokum lifði björninn aðeins á vatni og annarskonar drykkjum. Þá svaf hann meira en venjulega og hreyfði sig lítið. Því var ákveðið að aflífa hann.

Paolo Pong stjórnarformaður Ocean Park, dýragarðsins sem An An var haldið í, segir að hans verði sárt saknað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert