Joe Biden Bandaríkjaforseti greindist með Covid-19 í dag og er í einangrun í Hvíta húsinu. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að forsetinn sé með „mjög væg einkenni“.
Biden, sem er fullbólusettur, er nú byrjaður að taka lyfið Paxlovid frá Pfizer gegn veirunni.
„Í samræmi við leiðbeiningar frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) mun hann einangra sig í Hvíta Húsinu og halda áfram að sinna skyldum sínum að fullu á þeim tíma,“ segir í yfirlýsingunni.