Lögregluþjónn sakfelldur vegna morðsins á George floyd

AFP

Fyrrverandi lögregluþjónn í Minneapolis í Bandaríkjunum hefur verið dæmdur til að sæta tveggja og hálfs árs fangelsisvist vegna þátttöku sinnar í morði George Floyd.

Thomas Lane var sakfelldur í febrúar fyrir að brjóta á borgaralegum réttindum Floyd, en Floyd var myrtur af lögreglumanninum Derek Chauvin er hann lagði annað hné sitt á háls mannsins. Chauvin var dæmdur til að sæta 22 ára fangelsisvist.

Dauði Geor­ge Floyd í haldi banda­rísku lög­regl­unn­ar kom af stað mót­mæla­öldu í mörg­um ríkj­um Banda­ríkj­anna

Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn í Minneapolis í Bandaríkjunum, var sakfelldur …
Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn í Minneapolis í Bandaríkjunum, var sakfelldur fyrir að myrða George Floyd. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert