Fyrrverandi lögregluþjónn í Minneapolis í Bandaríkjunum hefur verið dæmdur til að sæta tveggja og hálfs árs fangelsisvist vegna þátttöku sinnar í morði George Floyd.
Thomas Lane var sakfelldur í febrúar fyrir að brjóta á borgaralegum réttindum Floyd, en Floyd var myrtur af lögreglumanninum Derek Chauvin er hann lagði annað hné sitt á háls mannsins. Chauvin var dæmdur til að sæta 22 ára fangelsisvist.
Dauði George Floyd í haldi bandarísku lögreglunnar kom af stað mótmælaöldu í mörgum ríkjum Bandaríkjanna