Muni segja af sér í annað sinn á viku

Forsætisráðherra Ítalíu, Mario Draghi.
Forsætisráðherra Ítalíu, Mario Draghi. AFP/Pierre Teyssot

Búist er við því að Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, segi af sér í dag eftir að þrír flokkar neituðu að taka þátt í atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu á hendur ríkisstjórn hans. Þeir sögðu ómögulegt að endurheimta traustið sem tapaðist í síðustu viku.

Draghi tilkynnti fyrst um afsögn sína fyrir viku síðan þegar hann missti stuðning fimm-stjörnu hreyfingarinnar.

Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, neitaði hins vegar að samþykkja afsögn Dragi og bauð honum að koma fyrir þingið í næstu viku til þess að sjá hvort ríkisstjórnin hefði enn nægan stuðning.

Skoðanakannanir vikunnar bentu til þess að flestir Ítalir hefðu viljað sjá Draghi sitja í embætti sínu þar til kosningar fara fram í maí á næsta ári.

Drag­hi hef­ur ein­ung­is verið for­sæt­is­ráðherra frá því í fe­brú­ar á síðasta ári. Hann var for­seti seðlabanka Evr­ópu­sam­bands­ins frá ár­inu 2011 til 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert