Þrír látnir eftir nautahlaup

Frá nautahlaupi í Pamplona fyrr í júlí.
Frá nautahlaupi í Pamplona fyrr í júlí. AFP

Þrír menn létust í vikunni eftir að hafa hlotið alvarlega áverka í nautahlaupi í austurhluta Spánar, að sögn neyðarþjónustunnar þar í landi.

Tveir menn, 50 og 46 ára, létust af völdum áverka sem þeir fengu í fyrradag í nautahlaupi sem haldið var í úthverfi hafnarborgarinnar Valencia í austurhluta landsins.

Þá lést franskur ferðamaður á sextugsaldri sem hafði verið á gjörgæslu frá því að naut stakk hann í þorpi nálægt Alicante 8. júlí.

Í nautahlaupum hleypur hópur fólks á undan einu eða fleiri nautum sem hefur verið sleppt lausu en um er að ræða langvarandi spænska hefð og margir bæir halda slíka viðburði á ári hverju.

Frægasta nautahlaupið er haldið í norðurhluta Pamplona í júlí. Fimm manns létust á hátíðinni í ár sem lauk 14. júlí. Sextán manns hafa látist í nautahlaupum Pamplona síðan 1911.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert