Fjögur börn létust þegar jarðsprengja sprakk

Liz Throssell, tals­maður mann­rétt­inda­skrif­stofu Sam­einuðu þjóðanna, sagði í síðasta mánuði …
Liz Throssell, tals­maður mann­rétt­inda­skrif­stofu Sam­einuðu þjóðanna, sagði í síðasta mánuði að börn væru í sérstökum áhættuhópi vegna jarðsprengja eða sprengjuefna sem leynast enn víða. Mynd er ekki af vettvangi slyssins. AFP/Saleh Obaidi.

Fjögur börn létust í borginni Hodeida í Jemen þegar að eitt þeirra steig á jarðsprengju sem varð til þess að hún sprakk.

Samkvæmt heimildarmönnum AFP fréttastofunnar var hópur af sjö börnum á rölti yfir svæði í grennd við flugvöll borgarinnar þegar slysið varð. Þrjú börn létust á vettvangi en eitt var flutt til aðhlynningar á spítala, þar sem það lést. Fórnarlömbin voru á aldrinum tíu til fimmtán ára.

Svæðið sem börnin voru á gangi um er talið afar hættulegt, þar sem jarðsprengjur geta leynst víða.

Bar son sinn á spítalann

„Börnin fóru út um morguninn þegar við vorum sofandi. Þau sem lifðu af komu og sögðu okkur frá slysinu,“ sagði faðir tveggja barna úr hópnum.

„Ég fór út og fann annan son minn slasaðan en á lífi en bróðir hans hafði dáið.“

Maðurinn hélt á syni sínum, sem var enn á lífi, á næsta spítala, þar sem hann lést í miðri aðgerð.

Liz Throssell, tals­maður mann­rétt­inda­skrif­stofu Sam­einuðu þjóðanna, sagði í síðasta mánuði að börn væru í sérstökum áhættuhópi vegna jarðsprengja eða sprengjuefna sem leynast enn víða á þessu svæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert