Ráðist á þingmann í miðri ræðu

Lee Zeldin þingmaður Repúblikanaflokksins.
Lee Zeldin þingmaður Repúblikanaflokksins. AFP/Micheal M. Santiago

Lee Zeldin, þingmaður Repúblikanaflokksins, komst í hann krappann í dag þegar maður veittist að honum með hníf og gerði tilraun til að stinga hann.

Zeldin, sem er framboðsefni Repúblikanaflokksins í embætti ríkisstjóra New York í Bandaríkjunum, var uppi á sviði að halda ræðu á samkomu stuðningsmanna hans þegar maður labbaði að honum rólega og gerði atlögu. Wall street journal greinir frá.

„Zeldin greip um úlnlið árásarmannsins til að stöðva hann þar til aðrir komu upp til að aðstoða við að knésetja árásarmanninn,“ sagði Katie Vincentz, talskona þingmannsins, þegar hún lýsti atburðarásinni fyrir fjölmiðlum.

„Lögregluyfirvöld tóku síðan árásarmanninn í varðhald og Zeldin fór aftur upp á svið til að ljúka ávarpi sínu og þakka lögreglunni fyrir að hafa brugðist við á vettvanginum,“ bætti hún við.

Myndskeið náðist af atvikinu sem hefur farið í dreifingu á netmiðlum. Það má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert