Rússland og Úkraína undirrituðu í dag tímamótasamning við Sameinuðu þjóðirnar og Tyrkland um að hefja flutning á korni á ný. Gæti þetta létt á alþjóðlegri matvælakreppu.
Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, og Oleksandr Kubrakov, innviðaráðherra Úkraínu, undirrituðu samninginn ásamt embættismönnum frá Sameinuðu þjóðunum og Tryklandi.
Verður nú aftur hægt að flytja korn yfir Svartahafið.