Samkomulag um kornútflutning í höfn

Við undirritunina í dag.
Við undirritunina í dag. AFP

Rússland og Úkraína undirrituðu í dag tímamótasamning við Sameinuðu þjóðirnar og Tyrkland um að hefja flutning á korni á ný. Gæti þetta létt á alþjóðlegri matvælakreppu.

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, og Oleksandr Kubrakov, innviðaráðherra Úkraínu, undirrituðu samninginn ásamt embættismönnum frá Sameinuðu þjóðunum og Tryklandi.

Verður nú aftur hægt að flytja korn yfir Svartahafið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka