Vince McMahon hættir störfum hjá WWE

AFP

Vince McMahon, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri World Wrestling Entertainment (WWE), hefur látið af störfum. McMahon, sem er góðvinur fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Donalds Trump, naut mikillar velgengni við störf sín hjá WWE.

„Núna, þegar ég nálgast 77 ára aldurinn, finn ég að það er kominn tími fyrir mig að hætta störfum sem stjórnarformaður og framkvæmdastjóri WWE. Það eru forréttindi að hafa hjálpað WWE við að færa ykkur gleði, hvatningu, spennu, undrun og skemmtun í gegnum árin,“ segir hann.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert