Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur sent frá sér viðvörun vegna apabólunnar.
„Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að apabólan sé alvarlegt heilsufarsvandamál á heimsvísu,“ er haft eftir forstjóranum Tedor Adhanom Ghebreyesus í dag.
Framkvæmdastjórn Alþjóðaheilbrigðisstofnunnar fundaði vegna apabólunnar í Sviss í dag. Þar mun ekki hafa verið einhugur um hvort lýsa ætti yfir hæsta viðbúnaðarstigi en Ghebreyesus tók af skarið og gerði það.
Um er að ræða hæsta viðbúnaðarstig hjá stofnuninni. Fram kom hjá Ghebreyesus að meira en 16 þúsund tilfelli hafi verið greint frá 75 löndum. Fimm hafa látist vegna apabólunnar.