Bandaríkin: Fyrsta mænusóttartilfelli í áratug

UNICEF bólusetur börn gegn mænusótt.
UNICEF bólusetur börn gegn mænusótt. Ljósmynd/UNICEF

Svo virðist sem mænusótt hafi stungið sér niður í Rockland-sýslu í New York-ríki þar sem fyrsta tilfelli sóttarinnar í nær áratug greindist í fyrradag.

Að sögn Patriciu Schnabel Ruppert, yfirlæknis sýslunnar, greindist ungur sjúklingur með sóttina eftir að hafa liðið þjáningar mánaðarlangt, slappleika og lömunareinkenni.

Hiti, flökurleiki og dofi

Einnig er um mánuður síðan bresk heilbrigðisyfirvöld kváðust hafa greinst veiruna er veldur mænusótt í holræsakerfi Lundúna, þrátt fyrir að enn hafi enginn tekið sóttina þar í landi svo vitað sé.

Um fjórðungur þeirra er mænusótt leggst á finna fyrir flensulíkum einkennum, hita og flökurleika. Einn af um það bil 200 finnur fyrir dofa í fótum þegar veiran herjar á miðtaugakerfið og getur að lokum leitt til lömunar.

Enn hefur engin lækning fundist við mænusótt. Meðferð beinist helst að því að draga úr einkennum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert